Fjas og fleira ;)

miðvikudagur, október 01, 2008

Jú, ég er nú ekki duglegust í heimi að skrifa... En ég vel mín moment, eins og til dæmis núna... Ég ætti að vera að gera allt annað, ég gæti verið að hafa áhyggjur af því að ég á peninga sem eru á reikningi hjá Glitni...! Ég gæti verið að hugsa um sálfræðiprófið sem ég er að fara í á morgun, ég gæti verið að setja kjúklinginn sem ég hafði í kvöldmat í ísskápinn eða jafnvel taka úr þvottavélinni og setja í þurrkarann. Já, þetta eru allt hlutir sem ég gæti verið að gera, en ég kýs að gera ekki núna.
Ég gæti líka setið hér og skrifað einhver ósköp um allt sem er að gerast, ríkið eignaðist bankann minn, krónan er með gubbupestina og allir pólitíkusarnir og fína fólkið sem kemur í Kastljósið og Ísland í dag og talar um allt þetta og segir okkur hinum, sem erum svo miklir kjánar og sitjum að sjálfsögðu með stjörnurnar í augunum að horfa á þetta gáfaða fólk sem stjórnar landinu okkar af svo mikilli snilli, frá því hvað við erum öll illa stödd og eigum að vera hrædd.
En ég er ekki hrædd... Ekki núna. Ég ÆTTI kannski að vera hrædd, en ég er með backup plan. Ójá börnin góð ef allt fer fjandans til þá hleyp ég út í banka, tek út smáaurana mína sem ég ,,litli borgarinn" á og trítla með þá heim og treð þeim undir rúmdýnuna. Þá fyrst held ég að mér myndi bara líða ágætlega sko!
En nei, ég ætla ekki að tala um þetta, því ég er í alvörunni ekkert hrædd.
Annars hefur nú reyndar eitt sótt á mig í þessari viku... Á sunnudaginn var ég að furða mig á því að ég heyrði ALLTAF eitthvað suð... Skrýtið? Jáhh! Jú og sérstaklega ef ég tók mig nú til og skrapp á klósettið, þangað til ég sá ástæðu þess að það var suð, því það var nefnilega FISKIFLUGA inni á baði, og nú var hurðin alltaf opin en hún var bara inni á baði. Svona bað-fiskifluga. Jú ég hugsaði nú með mér að hún myndi án efa skondrast út um gluggann svona þegar næsta tækifæri gæfist, en allt kom fyrir ekki og á mánudagsmorgun fór þessi tiltekna fluga með mér í sturtu. Jú nú var mér nú farið að finnast við orðnar heldur kunnuglegar hvor annari þannig ég var kannski ekkert mikið að kippa mér upp við þetta. Nú, á þriðjudag var hún horfin af baðherberginu og ég hugsaði með mér að nú hefði hún sloppið út eða Kalli hefði drepið hana. En neeeeei, ég sat hérna í stofunni þegar ég kom heim úr skólanum og byrjaði að heyra suðið aftur, en nú í stofunni! Og ég leitaði og leitaði en aldrei sá ég fluguna. Fyrr en allt í einu hún spratt úr rimlagluggatjöldunum og fór að sveima hér um. Æj greyjið, hugsaði ég... Það er svo kalt úti að ég hef ekki í mér að veiða hana og setja út. Svo ég lét hana bara sveima hér um, mér þó til þónokkurar truflunar... Nema hvað ég kem heim í dag og þá er hún enn að suða hér í stofunni en nú föst inni við gluggan á bakvið rimlagluggatjöldin (vá hvað það er erfitt að skrifa þetta orð haha) Nú var mér nú eiginlega farið að finnast hún soldið hluti af stemningunni að læra... En hvað haldið þið að hafi svo skeð?? Jú, þegar ég var að ná mér í Pepsi áðan þá lá hún þarna, á bakinu á gólfinu... Dáin... Þetta þótti mér nú heldur leitt, og það sem meira er þá hef ég ekki alveg í mér að taka hana og sturta henni niður, þannig að staðan er sú núna að ég sit í stofunni og bíð þess að Kalli komi heim og jarði fluguna í pípulögnunum hahhahha :D
Skemmtileg lítil flugusaga í leiðindum hversdagsins.
Ég hef þetta ekki lengra í bili, en mér fannst þessi gæji skemmtilegur svo hann fær að fljóta með:

sunnudagur, júní 22, 2008

Já góðan daginn, eða kvöldið eftir því hvenær fólk les þetta :)
Það hefur nú ýmislegt verið í umræðunni upp á síðkastið, fólk úti á landi fær ekki slökkvilið fyrr en húsin þeirra eru brunnin til kaldra kola, það var tekin söfnun til styrktar brjóstakrabbameini á skjá einum og margt fleira. Það er þess vegna að vissu leyti ekki skrýtið að maður sé að hugsa hitt og þetta...
Hvað myndi ég gera ef ég væri að fara út í sakleysi mínu einn morguninn og mér mætti ísbjörn?? Ég er nú ekkert svo viss um að ég myndi ekki bara fríka út! :D Hehhe en greyjið birnan var svona hrikalega illa farin og mögur og særð á loppunum þegar hún kom hérna að hún bara hefði ekki einu sinni komist í gegn um flutninga í dýragarð. Það er ekki einfalt þegar það dettur í svona björn að flytja búferlum, neyðist til að synda lengri leiðir í alls kyns veseni. Svo loksins þegar henni tekst að ramba upp á land þá er hún orðin glorsoltin og mögur og illt í löppunum og finnur ekkert nema egg að éta... Ekki nóg með það heldur fær hún svo illt í magann af öllum eggjunum! Svo þegar hún er rétt að komast af stað eftir allt eggja-fíaskóið þá ætlar hún að fara að kanna þessi nýju heimkynni sín og nei þá eru bara fjölmiðlar mættir... Ætli ég sé svona fræg? Þetta myndi ég allavega hugsa með sjálfri mér ef ég væri í hennar sporum... Því er ekki skrýtið að það hafi dottið í hana smá hræðsla þegar þetta fólk fór að nálgast hana svona löturhægt og glápa á hana, ég myndi allavega hlaupa burt ef ég hefði synt til Grænlands, étið fullt af einhverju drasli og fengið illt í magann og þegar ég hefði verið rétt búin að jafna mig af því þá kæmi fullt af ísbjörnum í bílum með kíkja og myndavélar og fleira að fylgjast með mér, ég myndi hlaupa af mér lappirnar!! :D Jæja en ég ætla nú ekkert að setja út á aðferðirnar eða neitt í þessu máli í rauninni vegna þess að mér finnst mjög leiðinlegt að ræða þetta, ég vildi bara svona koma með smá ljós á hvað björninn gæti hafa verið að spá. Það var samt eitt sem angraði mig í fréttaflutningi af þessum blessaða ísbirni sem var annar í röðinni til að finna með sér þörf til að kíkja upp á Klakann góða... Þegar búið var að skjóta blessað dýrið, sem hefði geta verið grimmt, við vitum það ekki, þá voru settar inn myndir á netið um leið af birnunni alblóðugri... Einhverra hluta vegna fékk ég svona svipaðann hroll og þegar maður sér myndir í fjölmiðlum af slysstað þar sem maður sér slasaða einstaklinga... Ég veit ekki hvers vegna en mér fannst einfaldlega að það hefði alveg mátt segja frá því að björninn væri dauður án þess að sýna svona myndir... En þetta er bara mín skoðun og þarf ekki á neinn háttt að endurspegla mat þjóðarinnar. Enda veit ég ekkert hvað þjóðin borðaði í matinn !! :D Hahahha... ;)
Ég hjó líka eftir öðru í fjölmiðlum um daginn, það var fréttaflutningur af ræðu forsætisráðherra, Geira Haarde á lýðveldisdaginn 17. júní. Nú hef ég mjög lítið um þennan mann að segja og pólitík almennt, ég hef ekki nógu mikið vit í kollinum til að fylgjast almennilega með þessu öllu samana. En þegar hann fór að segja frá því að hann hefði trú á því að við íslendingar yrðum nú endilega að fara að hætta að keyra svona mikið og bara nota okkur aðrar samgönguleiðir, þá hefur hann væntanlega verið að hugsa um þetta svona líka svimandi háa verð sem bensínið er selt á. Hann semsagt sagði þetta blessaður og mér þætti nú afspyrnu gaman að sjá einn dag í lífi Geirs Haarde, þegar hann myndi ætla sér að breyta hlutunum og nota bílinn minna, Geir fer í strætó, flottur titill á raunveruleikaþættinum ;) Mér þætti einkar gaman að sjá hann vakna einni og hálfri klukkustund áður en hann ætti að mæta til vinnu, eða hvert sem hann mætir og hvenær sem hann mætir, og taka STRÆTÓ þangað. Fyrst myndi það taka hann óratíma daginn áður að finna út hvaða vagna hann þyrfti að taka og hvenær, svo þyrfti hann að koma sér út á strætóstöð með peninginn fyrir ferðinni í vasanum, allavega svona einum og hálfum tíma áður en hann ætti að vera mættur. Spurningin er hversu snögglega það myndi koma að því að eitthvað breyttist í blessuðu strætókerfinu, það er nefnilega kenning sem ég hef haft í frammi lengi, skipulagið á strætókerfinu á Íslandi er gert af fólki sem þarf ekki að taka strætó upp á hvern einasta dag.
Hann Kalli, sem er einmitt heimsins besti Kalli, reddaði mér svo að komast á James Blunt tónleikana í síðustu viku, þetta var nú bara hreinlega ótrúlegt að komast á þessa tónleika vegna þess að ég á alla tónlistina hans og hef haldið mikið upp á hann alveg frá því ég heyrði í honum fyrst. Tónleikarnir voru haldnir í nýju laugardalshöllinni, ég var nú ekki viss um hvernig það myndi ganga upp og vissulega hefði uppsetningunni á tónleikastaðnum getað verið ábótavant. Þó verð ég að viðurkenna að James vinur minn er mjög góður á sviði og ég var svakalega ánægð með hans frammistöðu, en aftur á móti þótti mér frammistaða íslendinganna sem mættu á tónleikana ekki eins áhrifarík!! Fólk tók ljósmyndir með flassinu á myndavélinni, þó það væru uppi veggspjöld frammi um að það væri bannað, fólk rápaði fram og til baka allan tímann. Mér fannst þetta ekkert smá dónalegt gagnvart tónlistarmanninum bara svo ég segi nú mína skoðun svona einu sinni ;) Heheh allavega þá finnst mér mjög dónalegt að láta svona og það var meira að segja fólk sem var að fara þegar hann var að taka aukalögin sín, og þá er ég ekki að tala um einhverja tvo eða þrjá heldur bara alveg slatta af fólki !! Ég var mjög hissa á þessu öllu saman.
En þar sem ég er hér búin að ræða hitt og þetta og held að það sé enginn sem les þetta alveg til enda ef það er þá einhver sem les þetta bull lengur ;)
Takk fyrir mig, Karó.

P.s. Fannst þessi soldið skemmtilegur:


sunnudagur, maí 25, 2008

Jæja það er nú ýmislegt í umræðunni þessa dagana... Reyndar kannski það sem flestir tala um er náttúrulega blessuð eurovision keppnin, eins og hún er áhugavert fyrirbæri... Ég er ein af þeim sem nennir ekki að röfla um þessa keppni endalaust, klíkuskap og fleira heldur horfi ég á í þau skipti sem er séns á að einhver frá íslandi komi fram, undankeppnina þegar sem við vorum í og svo sá ég nú líka keppnina sjálfa... Ég er svo mikill einfaldur íslendingur að ég fæ alltaf svona smá stolts tilfinningu þegar ég sé íslendinga standa sig vel í sjónvarpi og ég verð að segja að mér fannst þau Friðrik Ómar og Regína Ósk bara standa sig alveg ótrúlega vel þarna úti þó að lagið sé kannski ekki beint í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér... :)
Mig langar líka að lýsa yfir gleði minni með sigurvegara Americas next top model sem var að enda núna á miðvikudaginn, fannst alveg hreint frábært að sjá manneskju sem er eðlileg í laginu vinna svona keppni :) Sýnir að það er ekki kúl að vera einhver íspinnaspýta sem sést ekki ef hún snýr sér á hlið hahha ;)
Þó að ég sé nú ekki manneskja til að predika eða neitt þá fann ég nú samt áhugaverðan texta á netinu sem ég ætla að setja hérna með, fannst hann hitta alveg ótrúlega í mark allavega hjá mér :)

A holy man was having
a conversation with the Lord one day and said,

Lord, I would like to know what Heaven

and Hell are like."

The Lord led the holy

man to two doors. He opened one of the doors

and the holy man looked in. In the

middle of the room was a large round

table.

In the middle of the table was a large

pot of stew which smelled

delicious and made the holy man's mouth

water.

The people sitting around

the table were thin and sickly. They

appeared to be famished. They were

hold ing spoons with very long handles

that were strapped to their arms and

each found it possible to reach

into the pot of stew and take a spoonful,

but because the handle was

longer than their arms, they could

not get the spoons back into their

mouths.

The holy man shuddered

at the sight of their misery and suffering.

The Lord said, "You

have seen Hell."

They went to the next

room and opened the door. It was exactly the

same as the first one. There

was the large round table with the large

pot of stew which made the holy man's

mouth water. The people were

equipped with the same long-handled

spoons, but here the people were

well nourished and plump, laughing

and talking.

The holy man said, "I

don't understand."

It is simple" said

the Lord, "it requires but one skill. You see,

they have learned to feed each other,

while the greedy think only of

themselves."

Á þessum nótum ætla ég nú bara að hætta þessu í bili, vonandi að maður hafi eitthvað meira spennandi að segja næst :) Þó ætla ég að skilja eftir fyrir ykkur hérna myndband með honum vini mínum sem fær mig alltaf til að brosa, njótið vel :)
Takk fyrir mig, Karó :)

mánudagur, apríl 21, 2008

Já, ég ætla nú að skrifa smá í tilefni dagsins, ég held það sé alveg hreint nauðsynlegt :)
Það er nefnilega þannig að í dag eru 24 ár síðan mamma mín og pabbi urðu hjón! Magnað alveg hreint... :)
En það sem er eiginlega ennþá ótrúlegra er hvað þau eru ótrúlega frábær hjón... Þau geta setið bara heilu kvöldstundirnar saman, bara tvö ein, ekkert sjónvarp og varla tónlist og talað bara saman alveg hreint endalaust, um allt og hreint ekki neitt! Það er sko aðdáunar vert þegar fólk getur þetta skal ég segja ykkur. Það er líka mjög magnað þegar maður hugsar til baka að það er aldrei neitt ósætti og ef það er eitthvað smávægilegt að angra þau þá er bara tuðað smá í kannski svona tíu mínútur og fimm mínútum eftir það þá er bara allt búið og þau alltaf jafn sátt og sæl að vera saman!
Ef mamma eldar kvöldmatinn þá gengur pabbi frá í uppþvottavélina, og ef mamma slysast til að gera það þá liggur við að pabbi rífi úr henni aftur bara til að setja í hana sjálfur! :D
Það kalla ég krúttlegt! :) Alla daga á slaginu fjögur hringir pabbi heim því þá veit hann að mamma á að vera búin í vinnunni, bara til að heyra í henni, svona á þetta að vera! :)
En allavega, þá langar mig bara að segja til hamingju með daginn elsku bestu mamma og pabbi!! Kyss kyss :*
Svo langar mig líka að setja þetta myndband hérna með því þetta lag minnir mig alltaf á þau :P

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Já... Mörg sækjumst við eftir því að falla inn í hópinn, þykja töff og flott... Fólk hefur ýmsar mismunandi nálganir á þetta hugtak að vera kúl, sumum finnst kúl að vera í lopapeysu, með skítugt hár og í slitnum buxum, aðrir vita ekkert meira kúl en að vera í nýjustu tískuflíkunum, alveg nákvæmlega sama hvernig þær líta út, vera alltaf með fullkomið hár og tennur og meiköppið í lagi, sumir vita ekkert meira töff en bara að vera eins og þeim dettur í hug og vera bara nákvæmlega sama um hvað aðrir eru að spá. Ég get ekki ímyndað mér að það sé einhver þarna úti sem hefur einhvern tíman ekki hugsað, ójá þetta er töff! Þess vegna er alltaf verið að reyna að höfða til okkar með hinu og þessu sem okkur þykir töff, bílar eru auglýstir þannig að það er sett sæt stelpa í flottum fötum inn í hann að syngja með eitthvað fallegt lag í undirspili, síminn auglýsir kollekt símtöl með auglýsingu sem á að vera sniðug og töff því að þar gleypir köttur mann, ansi flottar brellur þar á ferðinni, body lotion með brúnkukremi í er auglýst með konum sem eru "venjulegar" í laginu því að það er verið að höfða til okkar sem erum venjulegar konur og erum venjulegar í laginu og þetta finnst okkur flott. Einnig framleiddur hellingur af sjónvarpsefni þar sem leikarar leika persónur sem eiga að hafa einhver áhrif á okkur, hvort sem það er að vera töff, vera viðkunnalegur, vondi kallinn, fyndni kallinn, vitlausi kallinn og svo framvegis... Nú, á svona degi þar sem er svo mikill snjór að maður kemst varla út um dyrnar heima hjá sér, snjóruðningstæki eru í yfirvinnu og maður þarf ekki að fara neitt, þá hefur maður um ýmislegt að hugsa og getur pælt í hinu og þessu. Núna áðan kom þessi pæling með töffarana upp hjá mér og ég fór að spá í, hver er töffari svona í sjónvarpinu í dag og þá datt mér einn í hug, hann er svo töff að það er hallærislegt, hann er svo mikið að reyna að vera kúl að hann verður kjáni, en samt einhvern veginn þá langar mig alltaf að sjá hvaða gullkorn hrinur næst út úr honum þegar ég sé hann birtast á skjánum. Þessi ákveðni aðili er rannsóknarlögreglumaður, hann getur alltaf leyst allar ráðgátur og hann er alveg hrikalega klár og allir treysta á hann, en það sem hann gerir í rauninni langbest, það er að koma með þessar óborganlegu setningar sem allir elska, hann byrjar á því að segja nokkur orð, gerir svo magnþrungna þögn og klárar setninguna með einhverju sem er svo mikið ætlað að vera töff, að það endar á að vera alveg óendanlega langt frá því að vera töff! :D Og ég tala nú ekki um þegar hann setur á sig sólgleraugun í leiðinni, þetta er bara algerlega það sem heldur þessum þætti á lífi ;) Maðurinn sem ég er að tala um er Horatio Cane í CSI:Miami. Þessi maður er búinn að framkalla bros á mínum vörum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, enda er ég nú þekkt fyrir að vera gædd þeim undursamlega hæfileika að það er mjög auðvelt að skemmta mér :P
Allavega þá langaði mig að deila þessum áhugaverðu pælingum mínum með þeim sem enn lesa þessa síðu og ég vona að þið hafið gaman af, ég ætla að láta eitt gæðamyndbrot af þessum sjónvarpssnillingi fylgja með takk fyrir mig og hafið það gott :P
Karó

föstudagur, desember 07, 2007

Jólin eru að koma, þetta er spennandi börnin góð!! :)
Eins og flestir sem mig þekkja vita þá er ég svakalega mikið jólabarn og verð yfirleitt svona 5 ára aftur á jólunum, upplifi allt mjög spennandi og glæsilegt ;) Hehhe, sem dæmi má nefna að í gær vorum við að horfa á Home alone 2 og ég hló eins og eins og vitleysingur, fannst hún svo fyndin, samt er ég búin að sjá hana milljón og tvisvar! :D Aftur á móti horfði Kalli á mig eins og ég væri í ALVÖRU vitleysingur að ég skyldi vera að hlæja svona brjálæðislega að þessu hehe... Gott brot hérna...



Þetta þótti mér til dæmis mjööög fyndið ;) Bara deila húmornum aðeins :P
Annars er bara gaman að lífinu, nóg að gera en þó er ég nú svo heppin að vera bara í tveimur prófum og þau les ég ekki fyrir svo ég er bara hress með þetta, þannig það er bara eitt stórt verkefni eftir og þá er ég bara komin í jólafrí. Sem er svosem fínt þá get ég verið dugleg að þrífa og gera jólalegt með jólasveinahúfu hehhe ;)

Þegar ég var yngri velti ég því oft fyrir mér hvernig væri nú að vera þýðandi á sjónvarpsefni og hló oft að því hvernig þýðendur leystu úr þessu vandasama verkefni, gott dæmi er að fyrir nokkrum árum vorum við mamma að horfa á Opruh Winfrey sem var að taka viðtal við Juliu Roberts. Nema það að framanaf viðtalinu var Julia blessunin alltaf að þurrka undir öðru auganu, sem mér þótti svosem ekkert það óeðlilegt, nema hvað að í miðju viðtali afsakar hún sig og segir : I'm sorry, but every time I get nervous I TEAR out of my left eye. Já, það hefði nú svosem ekkert verið athugavert við þetta ef þýðandinn, sem var að dunda sér við að snara þættinum yfir á íslensku á svona einstaklega fagmannleann hátt, hefði ekki þýtt setninguna þannig: Þú fyrirgefur, en þegar ég verð stressuð þá RÍF ÉG ALLTAF ÚR MÉR VINSTRA AUGAÐ!!!
Já já, það væri gaman að vita hvað hún borgar í lækniskostnað á þessu auga sínu konukindin hahha :D
Nema hvað í gærkvöldi rak ég augun í aðra snilldarlega þýðingu á Skjá Einum. Þannig var að ég var að horfa á CSI Miami þar sem David Caruso leikur alveg hreint ótrúlega óþolandi karakter sem er alltaf að reyna að vera alveg einstaklega kúl en það bara gengur ALDREI alveg upp. Svo uppgötva þau sprengju í bíl sem þau höfðu undir höndum og á henni voru bara 4 mínútur eftir fram að sprengingu!! Hvað gera bændur þá?!
Ojú, þessi ævinlega ofursvali lögreglumaður tók sig til greip lyklana og sagði: I'm going for a ride... Svakalega töff gæji maður!! Nema hvað að hann heldur auðvitað kúlinu alla leið niður á strönd þar sem hann leggur bílnum í rólegheitum, og að sjálfsögðu var ekki sála á ströndinni!! Og svo stendur hann upp úr bílnum, röltir burt og setur upp sólgleraugu og þegar bíllinn springur í loft upp með þvílíkum látum og tilheyrandi báli þá segir gæjinn: Burn baby, burn.... Svalt ekki satt? :D NEEI ekki nærri því eins svalt og þýðingin sem var: Brennið þið vitar!!!! Hahhahhha :D
Þetta er skemmtilegt ;) Ég held bara svei mér þá að ég gæti alveg þýtt svona þátt ekki sammála?? ;)
Allavega, nú ætla ég að fara að gera eitthvað jólalegt í jólaskapi með jólatónlist ;)
Hafið það gott :P
Karó.

þriðjudagur, september 25, 2007

Já, ljósa hárið blekkir krakkar mínir ;)


IQ Test Score